Fara í efni

STAÐIRNIR OKKAR

ÆGIR 101

Barinn okkar að Laugavegi 2 opnaði í október 2022. Frá upphafi höfum við kappkostað að bjóða uppá fjölbreytt úrval af gæðabjór, sem allur er framleiddur í verksmiðjunni okkar úti á Granda. ÆGIR 101 er opinn alla daga vikunnar og hægt er að kíkja í bjór eða mat, sem framreiddur er á staðnum.

Skoða nánar

ÆGIR 220

Bar og veislusalur í hjarta gömlu hafnarinnar í Hafnarfirði. Á staðnum er fjölbreytt úrval af bjór, allur framleiddur í verksmiðjunni okkar á Grandanum. Á ÆGI 220 er einnig stór veislusalur sem hægt er að leigja út fyrir viðburði allan ársins hring. Barinn er opinn fimmtudaga 17-22, föstudaga og laugardaga 17-00 en háð því að ekki sé útleiga. Fylgist með dagskrá á Facebook og Instagram.

Skoða nánar

ÆGIR brugghús

ÆGIR brugghús er handverksbrugghús staðsett á Grandanum í Reykjavík. ÆGIR opnaði dyr sínar 2017 og hefur ætíð kappkostað að framleiða gæðavöru þar sem ferskleiki er í fyrirrúmi. Bjórinn okkar er fáanlegur á fjölda veitingastaða í miðbæ Reykjavíkur, auk þess sem við rekum tvo staði undir okkar eigin merkjum þar sem hægt er að nálgast fjölbreytt úrval af okkar gæða bjór.

Skoða nánar
Back to top

Innkaupakörfu

Karfan þín er tóm eins og er

Versla núna